6 Október 2008 12:00

Lionsklúbburinn Eir á Seltjarnarnesi hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 350 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina. Lionsklúbburinn Eir hefur gegnum tíðina sýnt lögreglunni mikla velvild og hefur á undanförnum árum styrkt baráttu hennar gegn fíkniefnum. Meðfylgjandi mynd var tekin á dögunum þegar glæsilegur hópur kvenna frá Lionsklúbbnum Eir kom í heimsókn á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti gjöfina. Með þeim á myndinni eru nokkrir af yfirmönnum lögreglunnar.