3 Júní 2009 12:00
Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 500 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina og hefur hluta þeirra þegar verið ráðstafað. Lionsklúbburinn Eir hefur margoft áður sýnt lögreglunni mikla velvild og hefur á undanförnum árum styrkt baráttu hennar gegn fíkniefnum svo um munar. Meðfylgjandi mynd var tekin á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar nokkrar dugmiklar konur frá Lionsklúbbnum Eir komu í heimsókn og afhentu gjöfina en hún hefur þegar komið að góðum notum eins og sjá má. Á myndinni, talið frá vinstri, eru Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar LRH, Guðríður Hafsteinsdóttir, Guðleif Bender, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Guðný Kristjánsdóttir, Ásta Bára Jónsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.