12 Maí 2010 12:00

Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 300 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina. Lionsklúbburinn Eir hefur um árabil sýnt lögreglunni mjög mikla velvild og hefur lengi styrkt baráttu hennar gegn fíkniefnum með myndarlegum hætti. Myndirnar hér að neðan voru teknar þegar glæsilegur hópur kvenna frá Lionsklúbbnum Eir kom í heimsókn á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti gjöfina.

Steinunn Friðriksdóttir, Hólmfríður Friðriksdóttir, Jóna Ágústdóttir, Guðleif Bender og Kristín Guðmundsdóttir.

Jóna afhenti Stefáni lögreglustjóra veglegan styrk í baráttunni gegn fíkniefnum.