23 Maí 2012 12:00

Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 400 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina. Lionsklúbburinn Eir hefur sýnt lögreglunni mikla velvild um árabil og hefur lengi styrkt baráttu hennar gegn fíkniefnum með mjög myndarlegum hætti. Á myndinni eru Lionskonurnar Hanna Gísladóttir, Ragna Lára Ragnarsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Guðríður Thorarensen, Þórhildur Guðmundsdóttir og Ásta Bára Jónsdóttir ásamt fulltrúum lögreglunnar, sem tóku við hinni höfðinglegu gjöf.