24 Maí 2003 12:00

Ekið á kyrrstæða bifreið á Selfossi, tjónvalds og vitna leitað.

Um kl. 20.00 föstudaginn 23. maí 2003 var ekið á vinstri hlið jeppabifreiðarinnar DJ 993 þar sem hún stóð kyrrstæð austan megin á Bankavegi á Selfossi á móts við sundlaug Selfoss. Talsvert tjón varð á vinstri framhurð bifreiðarinnar sem er blágræn Suzuki Sidekick. Talið er að tjónvaldurinn, sem yfirgaf vettvang án þess að gera vart við sig, hafi verið á grálitaðri bifreið. Lögreglan í Árnessýslu skorar á þann sem ók á Suzuki jeppann að gefa sig fram við lögregluna í síma 480 1010, einnig er skorað á alla þá sem búa yfir vitneskju um málið og leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögregluna á Selfossi.