11 September 2003 12:00

Íþróttasamband lögreglumanna og Íslenska lögregluforlagið ehf stendur fyrir rafrænum umferðarleik sem er að finna á www.eldflugan.is  Samstarfsaðilar verkefnisins eru RANNUM- rannsóknarráð öryggismála, Ríkislögreglustjórinn og Umferðarstofa.

Verkefnið er fyrir öll 8 ára börn á Íslandi. Það samanstendur annars vegar af tölvuleik, þar sem allar lausnir tengjast umferðinni og hins vegar af 8 námsefnapökkum sem hver og einn felur í sér 6 verkefni. Elli eldfluga er tákn verkefnisins.  Eldflugur lýsa í myrkri og vísa þannig til endurskins. 

Í verðlaunasamkeppni Eldflugunnar hlutu tveir skólar verðlaun;  PC tölvu og stafræna myndavél.  Þetta voru Klébergsskóli og Ölduselsskóli.  Þann 5. september afhenti Óskar Bjartmarz formaður íþróttasambands lögreglumanna framangreindum bekkjum verðlaunin. 

Verkefni Klébergsskóla sem heitir Líkan af Grundarhverfi, er unnið af hugvitssemi og nemendur koma með lausn varðandi eigið umferðaröryggi.  Samkvæmt vettvangskönnun sem þau gerðu, fara daglega allt að 6000 bílar um veginn.  Þau vilja úrbætur.  Göng væru besta lausnin, annars umferðarljós.  Þá vilja þau minnka hraðann í gegnum byggðarkjarnann niður í 30 km á klst. Erindi þeirra var sent til Vegagerðarinnar sem gaf þær upplýsingar að úrbætur væru væntanlegar á verkefnaskrá nú í vetur.  Vegagerðin telur undirgöng raunhæfa lausn. Það má því segja að börnin í 3ja bekk í Klébergsskóla 2002-2003 hafi markvisst unnið að auknu umferðaröryggi í tengslum við Eldfluguna. 

Verkefni Ölduselsskóla sem heitir Kynning á Grímsbæ, er sérstaklega vel gert og nemendur hafa lagt alúð í verkið og tengt það námsþáttum Eldflugunnar.

Óskar og Einar Snorrason í Ölduselsskóla

Óskar og Gunnlaugur Agnar Gunnlaugsson Klébergsskóla

Óskar og Einar Snorrason í Ölduselsskóla

Óskar og Gunnlaugur Agnar Gunnlaugsson Klébergsskóla