12 Nóvember 2003 12:00

Laugardaginn 8. nóvember 2003 komu í heimsókn til ríkislögreglustjóraembættisins eldri borgarar frá Neskirkju. Séra Frank M. Halldórsson fór fyrir hópnum. Hópurinn var um fimmtíu manns. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri tóku á móti gestum og Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn rakti í stórum dráttum starfsemi og þróun embættisins. Það var sérstök ánægja að fá þessa góðu gesti í heimsókn og fá tækifæri að ræða við þá um starfsemi embættisins og svara spurningum. Að lokum voru bornar fram kaffiveitingar. Að skilnaði fengu allir eintak af ritinu Ágrip af sögu lögreglunnar.

Hér eru myndir frá heimsókninni.