5 Desember 2005 12:00

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Ísafirði.

Ísafirði 05. desember 2005.

Klukkan 17:05

            Klukkan 15:49 var tilkynnt um eld í íbúð að Aðalstræti 25 Ísafirði.  Umrædd íbúð er hluti af húsalengju sem byggt er að meginhluta úr timbri og forskallað að hluta.

Er slökkvilið og lögregla komu á staðinn var nokkur eldur í íbúðinni.  Reykkafarar fóru inn í íbúðina og fundu þar einn íbúa þess.  Var hann látinn.   Enginn annar var í íbúðinni.

Reykskemmdir eru í tveim íbúðum, hárgreiðslustofu og verslun sem áfastar eru íbúð þeirri sem kviknaði í.

            Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á tiltölulega skömmum tíma. 

                                                                             Önundur Jónsson