11 Apríl 2003 12:00
Föstudagurinn 11. apríl 2003
Kl. 01:39 var tilkynnt um mikinn eld að Strandgötu 14, Sandgerði, en þar var m.a. áður starfrækt Fiskverkun Erlings Jónssonar. Slökkviliðið í Sandgerði og lögregla fóru á staðinn. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja fór á staðinn og aðstoð fengin frá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Einnig var fengin aðstoð frá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.
Er lögregla og slökkvilið kom á staðinn var mikill reykur upp úr þaki hússins. Skömmu síðar braust eldur upp úr þaki hússins. Vegna reyks og eldglæringa sem lagði yfir þurfti að rýma nokkur hús og fékk fólk sem þurfti að yfirgefa hús sín inni í Fræðasetrinu og íþróttahúsinu í Sandgerði.
Kl. 07:00 var slökkvistarfi að mestu lokið. Mikið tjón var á húsnæðinu, en í frystiklefum sem þarna eru munu hafa verið geymt refafóður. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort að það hafi skemmst í brunanum.
Ekki er ljóst um eldsupptök og er málið í rannsókn.