28 Apríl 2023 10:40

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á eldsvoða í skipinu Grímsnesi GK555 aðfaranótt 25. apríl sl. miðar vel. Rannsókn um borð í skipinu er lokið og hefur það verið afhent eigendum og tryggingafélagi til umráða. Unnið er úr rannsóknargögnum með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er talið að eldur hafi brotist út með saknæmum hætti en vonir standa til að rannsókn lögreglu geti upplýst um eldsupptök.