29 Janúar 2013 12:00

Kl.12:12 í dag barst tilkynning frá Neyðarlínunni um að eldur væri laus í tilteknu íbúðarhúsi á Hólmavík.  Slökkvilið og lögregla fór þá þegar á vettvang.  Eldur logaði í bárujárnsklæddu timburhúsi.  Tveir íbúar tilheyra húsinu.  Annar þeirra var heima þegar eldsins varð vart en hinn kom aðvífandi.  Hvorugan íbúann sakaði.  Slökkvistarfi lauk kl.14:12.

Húsið er mjög mikið skemmt.  Eldsupptök eru rakin til matseldar.