24 Desember 2009 12:00

Eldur kviknaði í sjónvarpi í íbúðarhúsi við Kálfhóla á Selfossi skömmu fyrir kl. 10 í morgun.  Húsbóndinn á heimilinu tók upp logandi sjónvarpið og kom því út úr húsinu.  Slökkvi- sjúkra- og lögreglulið fór þegar á staðinn en þá var sjónvarpið komið út og enginn eldur í húsinu.  Ljóst má vera að  snarræði húsbóndans hafi orðið til þess að þarna varð ekki stór bruni.  Maðurinn brenndis á hendi og hlaut aðhlynningu sjúkraflutningamanna.  Slökkviliðsmenn reykræstu húsið.  Tjón á íbúðinni var einungis út frá reyk.