4 Júní 2021 11:22

Að kvöldi þriðjudagsins 1. júní barst lögreglu tilkynning um eld í skútu er lá mannlaus við Bæjarbryggju á Seyðisfirði. Um hálftíma síðar hafði slökkvilið ráðið niðurlögum eldsins sem var all nokkur. Skútan er mikið skemmd auk þess sem skemmdir urðu á bryggjunni.

Rannsókn á tildrögum brunans stendur yfir. Ekki er talið að hann hafi borið að með saknæmum hætti.