28 Febrúar 2006 12:00
Rétt eftir miðnættið í nótt kom upp eldur í þjónustuíbúðum aldraðra við Grænumörk á Selfossi. Slökkvilið frá Brunavörnum Árnessýslu kom á vettvang og slökkti eldinn sem var í sófa í einni af íbúðum hússins. Slökkvistarf tók skamma stund en flytja þurfti einn íbúa á sjúkrahús til aðhlynningar auk vaktmanns sem aðstoðaði hann út úr íbúðinni. Aðrar íbúðir í byggingunni voru rýmdar á meðan á slökkvistarfi stóð og fólk úr þeim, 8 manns, flutt í næsta hús þar sem þau biðu á meðan slökkvistarfi og reykræstingu lauk. Þeir fengu að snúa til síns heima upp úr kl. 01:00 en þá var vinnu við slökkvistarf og reykræstingu lokið. Eldsupptök eru í rannsókn.