9 Desember 2010 12:00

Í dag, 9. desember, var undirritaður endurbættur samstarfssamningur milli Lögregluskóla ríkisins og Evrópska lögregluskólans (CEPOL). Fyrir var í gildi samningur sem hefur gert Lögregluskóla ríkisins kleift að senda tiltekna starfsmenn lögreglunnar á námskeið sem tengjast áhersluatriðum Evrópusambandsins í vörnum gegn glæpum og jafnframt hefur Lögregluskólinn tekið þátt í að skipuleggja námskeið hér á landi fyrir íslenska og erlenda lögreglumenn.

Nú þegar samningur Lögregluskóla ríkisins og CEPOL hefur verið endurbættur er mögulegt fyrir skólann að skipuleggja námskeið og halda á Íslandi, án aðkomu annarra evrópskra lögregluskóla.

Á ljósmyndinni hér að neðan, sem tekin var á stjórnarfundi CEPOL í Belgíu, eru skólastjóri Lögregluskóla ríksins, Arnar Guðmundsson (t.v) og forstjóri CEPOL, dr. Fernec Bánfi (t.h.).