29 Maí 2008 12:00

Lögreglustjórarnir á Eskifirði og Seyðisfirði hafa endurnýjað eldri samstarfssamning sinn. Í gamla samningnum voru ákvæði þess efnis að hann skyldi endurskoðaður að fenginni reynslu. Nýi samningurinn er endurnýjaður nær óbreyttur og gildir til 1. október 2010. Segir jafnframt í samningnum að hafi hann ekki verið endurskoðaður fyrir þann tíma framlengist gildistími hans sjálfkrafa í 6 mánuði í senn. Samstarf embættanna hefur reynst með ágætum og þótti ekki ástæða til að gera róttækar breytingar á fyrri samningi.