6 September 2004 12:00

Frá og með 1. september 2004 geta þeir sem sviptir hafa verið ökurétti lengur en þrjú ár sótt um endurveitingu ökuréttar til lögreglustjóra.  Með breytingum á umferðarlögum nr. 50/1987,  28. maí 2004, sem tóku gildi 1. september sl., er ríkislögreglustjóra falið að annast endurveitingu ökuréttar ef maður hefur verið sviptur um lengri tíma en þrjú ár.  Ríkislögreglustjóri hefur falið lögreglustjórum að annast framkvæmd endurveitingu ökuréttar.   

Umsóknareyðublað er að finna á lögregluvefnum (www.logreglan.is) undir liðnum Eyðublöð.    Hægt er að fylla umsóknina út í tölvu og prenta hana til undirritunar.  Umsóknum má skila til næsta lögreglustjóra.  Ef lögreglustjóri synjar endurveitingu ökuréttar er heimilt að skjóta þeirri ákvörðun til samgönguráðherra með kæru og fer um málsmeðferðina samkvæmt stjórnsýslulögum.