20 Janúar 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þórarinssyni, 21 árs, en ekkert hefur spurst til hans í alllangan tíma. Talið er líklegt að Matthías, sem er um 180 sm á  hæð og ljósskolhærður, haldi til einhversstaðar á Suðurlandi en sjálfur bjó hann lengi á Stokkseyri. Matthías, sem flutti á höfuðborgarsvæðið síðasta sumar, þykir nokkuð sérstakur í háttum og er mikill einfari. Hann ferðaðist um landið á gömlum Rússajeppa en gæti nú mögulega haft annað ökutæki til umráða. Fólk er beðið um að hafa það hugfast og eins að svipast vel um í vinnuskúrum, geymslum og útihúsum ef það á leið um slíka staði.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Matthíasar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Matthíasi sem sýna bæði útlit hans og klæðaburð. Þessar myndir eru nýrri en sú sem var áður send fjölmiðlum.