17 Janúar 2014 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur skipað Ernu Sigfúsdóttur lögreglufulltrúa við Lögregluskóla ríkisins frá og með 1. febrúar n.k.   Erna lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993 og hefur starfað innan lögreglunnar í  23 ár.   Hún hefur víðtæka reynslu innan lögreglunnar, hefur starfað við almenna löggæslu á höfuðborgarsvæðinu og við lögreglurannsóknir í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Þá hefur Erna starfað sem lögreglufulltrúi frá árinu 2001, m.a. við rannsóknir efnahagsbrota, í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra og á stjórnsýslusviði embættisins. Síðastliðið ár hefur hún gegnt starfi deildarstjóra á peningaþvættisskrifstofu embættis ríkislögreglustjóra.