23 Janúar 2015 14:21

Nokkur fækkun varð í umferðarlagabrotum og sérrefsilagabrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á milli ára 2013 og 2014, samkvæmt fyrirliggjandi bráðabirgðatölum. Mest varð fækkunin í ölvunarakstursbrotum sem fækkaði úr 82 í 59  eða um 28 prósent. Brotum er varða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna fækkaði úr 197 í 175 eða um 11 prósent.

Áfengislagabrot voru 77 talsins árið 2013 en 57 árið 2014. Fækkunin nemur 26 prósentum. Þjófnaðarbrotum fækkaði úr 256 í 193 eða um 25 prósent. Einnig varð fækkun í auðgunarbrotum og innbrotum. Sama máli gegnir um fíkniefnabrot sem fækkaði úr 216 í 195 eða um 10 prósent.