23 Júní 2010 12:00

Í mánaðarskýrslu (maí) umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur m.a. fram að umferðarslysum fækkar frá fyrra ári um fimmtung, eða 20%, fyrstu fimm mánuði ársins. Umferðaróhöppum þar sem ölvun kemur við sögu fækkar líka á sama tímabili og eru það sömuleiðis góð tíðindi.

Mánaðarskýrslu (maí) umferðardeildar má lesa með því að smella hér. Tekið skal fram að allar tölur í henni eru bráðabirgðatölur.