18 Febrúar 2009 12:00

Í ársskýrslu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráðum umferðarslysum í umdæminu árið 2008 fækkar talsvert frá fyrra ári. Það gerist á sama tíma og kærum vegna umferðarlagabrota fækkar einnig milli ára, m.a. vegna breyttra áherslna lögreglu í umferðarmálum. Þá eru sömuleiðis vísbendingar um lækkaðan umferðarhraða í umdæminu, samkvæmt tölum frá Vegagerð ríkisins og Reykjavíkurborg. Ársskýrslu umferðardeildar má lesa með því að smella hér. Tekið skal fram að allar tölur í henni eru bráðabirgðatölur.