1 Október 2020 15:37

Skráð umferðarslys á Austurlandi eru einu færri fyrstu níu mánuði ársins en þau voru á sama tíma árið 2019. Skráð slys eru 20 en voru 21 í fyrra. Þó litlu muni er um þróun í rétta átt að ræða með og vísan til þess að allt árið 2019 voru fæst umferðarslys skráð á svæðinu frá árinu 2006. Meðalfjöldi slysa á því tímabili, frá 2006 til 2019, eru 62 slys en voru 36 í fyrra til samanburðar. Umferðarslys hafa annars aldrei verið færri á einu ári en 46 en það var árið 2011.

Haldi áfram sem horfir verða enn færri slys í fjórðungnum árið 2020 en þau voru í fyrra og þá færri en þau hafa verið frá árinu 2006.