11 Desember 2019 17:08

Veður á Austurlandi hefur gengið talsvert niður en enn er erfið færð víða á vegum. Gert er ráð fyrir að helstu vegir verði lokaðir áfram, svo sem um Fjarðarheiði, Fagradal, Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Vegfarendur eru hvattir til að leggja ekki í tvísýnu og að fylgjast með upplýsingum um lokanir vega á vef Vegagerðarinnar.