25 Ágúst 2004 12:00

Á síðasta ári voru 44 fyrirtæki með leyfi til að versla með skotvopn og skotfæri en þau voru 54 á árinu 2002.  Þessi fækkun stafar af því að leyfin, sem eru tímabundin, hafa ekki verið endurnýjuð.  Samkvæmt landsskrá skotvopna, sem lögreglustjórar færa, var fjöldi skotvopna á síðasta ári 48.754 byssur sem 12.057 skotvopnaleyfishafar báru ábyrgð á.  Lögreglan hefur tekið við tilkynningum um 134 skotvopn sem sögð eru glötuð, þar af eru 117 vopn tilkynnt stolin en 17 hafa horfið af öðrum ástæðum.

Í ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra, sem er að finna hér, eru ýmsar upplýsingar um skotvopnamál og tengt efni. 

Ljósmynd: Baldvin Ármann Þórisson