14 Október 2005 12:00

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans hefur í samvinnu við íslenskar fjármálastofnanir lagt hald á samtals 70 falsaða milljón dollara peningaseðla.  Slíkir peningaseðlar hafa aldrei verið gefnir út en hinir haldlögðu peningaseðlar eru taldir vera eftirgerð 100.000 dala peningaseðla sem gefnir voru út í Bandaríkjunum árið 1928 í tengslum við sérstaka útgáfu peningaseðla, svonefnda „silver certificates“ útgáfu.

Talið er að maður af erlendu bergi brotinn, búsettur í Bretlandi, hafi ætlað að svíkja fé út úr íslenskum bönkum með því að nota hina fölsuðu peningaseðla í viðskiptum við þá.

Hafa íslensk lögregluyfirvöld óskað eftir aðstoð breskra yfirvalda í þágu rannsóknarinnar.  Vitað er um sambærilegar fjársvikatilraunir í öðrum löndum Evrópu s.s. Austurríki, Ítalíu, Bretlandi og víðar.