17 Maí 2010 12:00

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur borist kæra vegna framvísunar 5.000.- kr. peningaseðils sem reyndist falsaður.  Seðillinn var afhentur í verslun einni á Ísafirði fyrr í dag.  Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar.

Lögreglan vill hvetja verslunarfólk og aðra þá er taka við peningaseðlum í viðskiptum að vera á varðbergi og rifja upp þá öryggisþætti sem finna má á peningaseðlum, sjá heimasíðu Seðlabanka Íslands.

http://www.sedlabanki.is/?PageID=29