14 Desember 2012 12:00

Fangageymsla lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík var tekin í notkun árið 1970 og þar hafa margir gist eina nótt eða svo í gegnum árin. Eitt og annað hefur þurft að lagfæra í fangageymslunni í gegnum tíðina enda eiga gestirnir það til að láta ófriðlega. Á þessu ári hafa verið gerðar verulegar endurbætur á fangageymslunni, svo hún geti sem best þjónað hlutverki sínu. Þegar framkvæmdum lauk á dögunum þótti ekki annað við hæfi en að minnast þeirra tímamóta með því að klippa á borða, enda er fangageymslan orðin eins og ný. Þrátt fyrir aðstöðuna er það einlæg ósk lögreglunnar að sem fæstir þurfi að gista í fangageymslunni.

Stefán Eiríksson og Hörður Jóhannesson klipptu á borðann.

Fangageymslan var tekin í notkun árið 1970.