21 Maí 2007 12:00

Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann var ákærður fyrir umferðarlaga- og hegningarlagabrot. Maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglumanns vegna umferðarstjórnunar um tímabundið akstursbann á Miklubraut vegna umferðarslyss og ók bifreið þar of hratt miðað við aðstæður. Hann ók viðstöðulaust um slysavett­vanginn, þar sem lögreglu­menn og hjálparlið voru að störfum, og þannig stofnaði maðurinn lífi eða heilsu þriggja nafn­greindra lögreglumanna, eins slökkvi­liðsmanns og starfsmanns Reykjavíkurborgar á ófyrir­leitinn hátt í augljósan háska, en þeir gátu með naumindum forðað sér frá bifreið hans.

Smellið hér til að lesa dómsorð.