17 September 2010 12:00

Lögreglan hefur síðastliðna tíu daga lagt áherslu á eftirlit með farsímanotkun ökumanna án handfrjálss búnaðar og notkun stefnuljósa. Þá hefur lögreglan fylgst með og boðað ökumenn með bifreiðar sínar í skoðun sem ekki eru með skráningarmerki bæði að framan og aftan á ökutækjum sínum eða skráningarmerkin ógreinileg einhverra hluta vegna.

Meðfylgjandi eru upplýsingar um fjölda slíkra skráðra brota á þessu tímabili bornar saman við sama tímabil árin 2008 og 2009 þegar ekki var um sérstakt átak lögreglu að ræða. Sjá má hve mikil áhrif frumkvæðisvinna lögreglu hefur því talsverð fjölgun varð í öllum brotum árið 2010, sér í lagi hvað varðar farsímanotkun. Það er auk þess langalgengasta brotið af þeim er um ræðir.

Ástæða er til að hvetja ökumenn til að huga að þessum atriðum og þá sér í lagi að tala ekki í farsíma án handfrjálss búnaðar. Þannig virða þeir rétt annarra vegfarenda til öryggis í umferðinni um leið og þeir gæta að eigin öryggi.  

Eftirliti lögreglu þar sem þessi atriði verða skoðuð sérstaklega mun fram haldið næstu vikur.