21 Nóvember 2002 12:00

Í lögreglunni, eins og í öðrum stéttum, kemur að sjálfsögðu fyrir að synir og dætur feti í fótspor feðra sinna eða mæðra. Hitt er aftur á móti sjaldgæfara, a.m.k. í lögreglunni, að feðgar sitji saman á námskeiði til að sérhæfa sig innan starfsstéttarinnar. 

Á námskeiði fyrir rannsóknarlögreglumenn sem nú stendur yfir í Lögregluskólanum sitja þeir feðgar Sigursteinn Steinþórsson og Bjarni Sigursteinsson saman og nema fræði rannsóknarlögreglumanna.  Þeir eru albúnir að takast á við starf rannsóknarlögreglumannsins, ætla að sitja þriggja vikna námskeið Lögregluskólans og ljúka prófi í lok mánaðarins.