25 September 2012 12:00

Það óhapp varð í Grindavík, að maður féll úr fiskikari og tvíhandleggsbrotnaði. Verið var að vinna að uppsetningu á flúorljósum í geymsluhúsnæði þegar óhappið varð. Við verkið var notaður lyftari og hafði fiskikari verið komið fyrir á bómu hans til að auðvelda uppsetningu ljósanna. Maðurinn, sem um ræðir, fór ofan í fiskikarið og var hífður upp í um fjögurra metra hæð. Heyrðist þá öðrum, sem stjórnaði lyftaranum, að einhver væri að banka, fór út úr tækinu, en rak sig um leið í stýripinna fyrir bómuna. Við það fóru spaðar lyftarans niður, sturtuðu fiskikarinu af og féll maðurinn í gólfið með karinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala.

Það óhapp varð í Grindavík, að maður féll úr fiskikari og tvíhandleggsbrotnaði. Verið var að vinna að uppsetningu á flúorljósum í geymsluhúsnæði þegar óhappið varð. Við verkið var notaður lyftari og hafði fiskikari verið komið fyrir á bómu hans til að auðvelda uppsetningu ljósanna. Maðurinn, sem um ræðir, fór ofan í fiskikarið og var hífður upp í um fjögurra metra hæð. Heyrðist þá öðrum, sem stjórnaði lyftaranum, að einhver væri að banka, fór út úr tækinu, en rak sig um leið í stýripinna fyrir bómuna. Við það fóru spaðar lyftarans niður, sturtuðu fiskikarinu af og féll maðurinn í gólfið með karinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala.

Kveikt í saltpétri

Lögreglunni á Suðurnesjum barst nýverið tilkynning þess efnis að eitthvað undarlegt væri á seyði við inngang á húsi sem staðið hefur autt í Keflavík. Þegar að var gáð reyndist eldur hafa verið tendraður þar í saltpétri. Sem betur fer var hann svo fjarri húsinu, að hann náði ekki að læsa sig í það. Þá barst tilkynning þess efnis að einhver hefði tjaldað og væri búinn að kveikja eld í aðstöðu skógræktar neðan við Vatnsholt í Keflavík. Reyndist þar vera á ferðinni erlent par sem var að bíða eftir flugi og hafði tekið til við að hita sér mat á prímus.