10 Maí 2007 12:00

Forvarnarfulltrúa lögreglunnar á Vestfjörðum var boðið í sjóferð með björgunarskipi Landsbjargar, Verði II,  ásamt 10. bekk grunnskólans á Patreksfirði.  Ferðin var farin að tilefni loka samræmdu prófanna.  Ferðin var undir stjórn starfsmanns félagsmiðstöðvar og gaf nemendum færi á að fagna þessum áfanga með heilbrigðri og uppbyggjandi ævintýraferð.  Undanfarið hefur lögreglan haldið fyrirlestra um vímuvarnarforvarnir í grunnskólum í Barðarstrandasýslu.  Má segja að ferðin hafi samþætt skemmtunar og forvarnargildi og ánægjulegt að lögreglunni hafi verið boðið að taka þátt.