18 September 2015 12:27

 

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ungur ökumaður ók á grjótgarð sem afmarkar malarplan í Keflavík og festi bifreið sína uppi á honum. Bifreiðin er mikið skemmd.

Þá varð árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar þegar bifreið, sem ekið var inn á hringtorg hafnaði á hlið annarrar bifreiðar. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar fann til í hálsi, en að öðru leyti urðu ekki meiðsl á fólki.

Annar árekstur varð á Reykjanesbraut þegar bifreið, sem hafði verið lagt út í hægri kant vegarins, var ekið af stað og inn í  hlið bifreiðar sem ekið var fram hjá. Bifreiðirnar voru fjarlægðar af vettvangi með kranabíl.