30 Desember 2004 12:00

Hér eru birtar upplýsingar um fjölda fíkniefnabrota á árunum 1999 til 2003 og bráðabirgðatölur fyrir árið 2004 miðað við stöðu mála í málaskrá lögreglu þann 29. 12.

Eins og fram kemur í töflu 1 hefur fíkniefnabrotum fjölgað um 17% frá því í fyrra og um tæplega 69% frá1999. Brotum vegna vörslu eða neyslu fíkniefna hefur fjölgað einna mest á tímabilinu og vegna innflutnings fíkniefna.

Tafla 1. Fjöldi fíkniefnabrota eftir tegund 1999 til 2004

2004*

2003

2002

2001

2000

1999

Dreifing, sala

112

117

70

63

46

69

Innflutningur

164

149

121

117

103

74

Varsla, neysla

1.143

947

632

593

507

693

Framleiðsla

30

31

26

14

8

7

Ýmis fíkniefnabrot

172

141

145

124

117

119

Samtals

1.621

1.385

994

911

781

962

*Bráðabirgðatölur miðað við 29. 12. 2004

Flest fíkniefnabrot komu upp um helgar á síðasta ári eða 317 á föstudögum, 314 á laugardögum og 276 á sunnudögum. Þegar litið er til einstakra brotaflokka komu flest brot vegna dreifingar eða sölu fíkniefna upp á föstudögum, vegna innflutnings á mánudögum og vegna vörslu eða neyslu fíkniefna á laugardögum

Tafla 2. Fjöldi skráðra fíkniefnabrota 2004*, eftir vikudögum

Sunnud.

Mánud.

Þriðjud.

Miðvikud.

Fimmtud.

Föstud.

Laugard.

Fíkniefni, dreifing, sala

15

7

13

9

21

33

14

Fíkniefni, framleiðsla

3

2

3

5

6

6

5

Fíkniefni, innflutningur

20

31

27

22

29

24

11

Fíkniefni, varsla, neysla

207

103

111

99

139

221

263

Fíkniefni, ýmis fíkniefnabrot

31

24

18

20

25

33

21

Alls

276

167

172

155

220

317

314

*Bráðabirgðatölur miðað við 29. 12. 2004

Mynd 1. Hlutfallsleg dreifing fíkniefnabrota 2002 til 2004* eftir mánuðum.

*Bráðabirgðatölur miðað við 29. 12. 2004

Líkt og fyrri ár komu flest fíkniefnabrot upp yfir sumarmánuðina á þessu ári. Þannig komu rúmlega 24% fíkniefnabrota upp í júlí og ágúst, rúmlega 18% árið 2003 og rúmlega 22% árið 2002.

Það sem af er árinu hafa lögregla og tollgæsla lagt hald á tæplega 16 kílógrömm af amfetamíni í 675 haldlagningum, tæplega 37 kílógrömm af hassi í 508 haldlagningum og rúmlega fimm kílógrömm af kókaíni í 91 haldlagningu. Til samanburðar má nefna að árið 2003 lögðu lögregla og tollgæsla hald á tæplega þrjú kílógrömm af amfetamíni, 55 kílógrömm af hassi og rúmlega eitt kílógramm af kókaíni.

Tafla 3. Fíkniefni sem lögregla og tollgæsla lögðu hald á frá 01.01. til 29.12. 2004

Grömm

Stykki

Fjöldi haldlagninga

Amfetamín

15.766,06

75

675

E-pillur (Ecstasy)

22,01

7.531,4

97

Hass

36.866,19

508

Heróín

0,05

1

Kannabisfræ

62,98

428

26

Kannabislauf

1.755,21

18

Kannabisplöntur

1.195

29

Kannabisstönglar

1.681,48

14,21

7

Kókaín

5.149,22

91

LSD

2.032

2

Maríhúana

2.372,91

202

Metamfetamín

303,14

5

Tóbaksblandað

291,42

361

Alls

64.270,67

11.275,61

2.022

Tafla 4. Fjöldi einstaklinga sem kærðir voru fyrir fíkniefnabrot 2001 til 2004* greint eftir kyni

2004*

2003

2002

2001

Karlar

1.006

902

726

652

Konur

155

155

103

86

Samtals

1.161

1.057

829

738

*Bráðabirgðatölur miðað við 29. 12. 2004

Á árinu var 1.161 einstaklingur kærður fyrir fíkniefnabrot á Íslandi, 1.006 karlar og 155 konur. Flestir voru með íslenskt ríkisfang eða rúmlega 94%. Mynd 2 sýnir aldursdreifingu þeirra einstaklinga sem kærðir voru. Þar kemur fram að aldursdreifing karla og kvenna er svipuð, hlutfallslegur fjöldi vex hratt í kringum 17. aldursárið en fer aftur hratt niður eftir 25. aldursárið.

Mynd 2. Aldursdreifing einstaklinga sem kærðir voru í fíkniefnabrotum 01.01. til 29.12.2004.