12 Maí 2016 17:00

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á Norðurlandi eystra kannabisræktun í gömlu einbýlishúsi á Grenivík sem hafði verið útbúið sérstakleg til þeirra hluta. Hald var lagt á 102 kannabisplöntur sem voru þar í ræktun. Tveir menn á tvítugs- og þrítugsaldri voru handteknir á staðnum og vistaðir í fangageymslu. Þeir voru látnir lausir í dag að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Þeir játuðu aðild sína að ræktuninni og kváðust hafa ætlað að selja kannabisefnin sem yrðu til við ræktunina. Lauslega áætlað má telja að götuvirði þess sem hefði orðið til  geti hlaupið á tugum milljóna.  Við aðgerðina naut lögreglan á Norðurlandi eystar aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

All nokkur fíkniefnamála hafa komið til kasta lögreglunnar á Norðurlandi eystra undanfarnar vikur. Í síðasta mánuði var lagt hald á um 500 grömm af kannabisefnum í tveimur aðskildum málum. Þá var kannabisræktun stöðvuð í íbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri. Auk þessa hafa komið upp nokkur minniháttar neyslumál.