28 Júlí 2003 12:00

Föstudaginn 25. júlí lauk Rósamunda Jóna Baldursdóttir varðstjór í lögreglunni á Ísafirði námskeiði, þar sem hún fór með hundinn Dofra til Reykjavíkur, en það var liður í þjálfun hans sem leitarhundur fíkniefna.  Um nokkurra ára skeið hefur verið slíkur hundur í Bolungarvík, Nökkvi.   Nökkvi karlinn var orðinn gamall og þreyttur og varð úr að hann fengi að hvíla sig á lögreglustarfinu.   Dofri er nú kominn í hans stað á svæðinu og mun verða til reiðu fyrir embættin á Vestfjörðum.  Dofri stóð sig mjög vel í lokaprófinu og hlaut einkunnina A í öllum greinum.  Sumsé orðið dúx á menntaskólamáli.  Dofri er boðinn velkominn í „lögregluna“ á Ísafirði og okkur hlakkar til samstarfsins við hann.