16 Febrúar 2009 12:00

Fíkniefnahundur lögreglunnar á Selfossi, Bea, er allur.  Á laugardagskvöld veiktist Bea og var henni komið á dýraspýtala þar sem henni hrakaði mjög.  Allt var gert til að lækna Bea en það bar ekki árangur og hún drapst um nóttina.  Bea var tekin í notkun um vorið 2007.  Hún var mjög efnileg og reyndist mjög vel við fíkniefnaleitir.  Reynt verður að komast að því, með krufningu, hvað olli dauða Bea.  Þessi ótímabæri dauði er bagalegur.  Ríkislögreglustjóri og Fangelsimálastofnun hafa heitið lögreglunni á Selfossi öllum mögulegum stuðningi til að brúa bilið þar til annar hundur fæst en það getur tekið allt að einu ári.  Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri hefur þegar leitað eftir því við Ríkislögreglustjóra að leita að heppilegum hundi til kaups og þjálfunar.