28 Júlí 2006 12:00

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, Arnar Guðmundsson skólastjóri Lögregluskóla ríkisins og Rolf von Kogh, yfirhundaþjálfari hjá norsku tollgæslunni, ásamt umsjónarmönnum námskeiðsins, kennara, prófdómurum og nemendum.

Föstudaginn 28. júlí lauk námskeiði fyrir fíkniefnaleitarhunda lögreglu og umsjónarmenn þeirra, sem staðið hefur yfir í tæpan mánuð. Námskeiðið var á vegum embættis ríkislögreglustjóra og Lögregluskóla ríkisins. Umsjónarmaður og kennari á námskeiðinu var Rolf von Krogh yfirhundaþjálfari hjá norsku tollgæslunni. Honum til aðstoðar við kennsluna var Steinar Gunnarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Eskifirði, en hann  er jafnframt yfirhundaþjálfari hjá embætti ríkislögreglustjóra. Prófdómarar voru Ester Pálmadóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli og Sigurður Jónasson, lögreglufulltrúi hjá Lögregluskóla ríkisins. Fjórir hundaþjálfarar luku náminu að þessu sinni.