17 Desember 2010 12:00
Lögreglan á Eskifirði í samstarfi við lögregluna á Seyðisfirði, lögregluhundaþjálfara RLS, sérsveit Ríkislögreglustjórans á Norðurlandi ásamt fíkniefnateymi lögreglunnar á Akureyri fóru í nokkrar húsleitir í umdæmum lögreglunnar á Eskifirði og Seyðisfirði í gær í tengslum við rannsóknir fíkniefnamála. Nokkrir aðilar voru handteknir og þeim sleppt að loknum yfirheyrslum. Talsvert magn fíkniefna fannst ásamt tækjum og tólum til áfengisframleiðslu.
Frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu en málin eru áfram til rannsóknar.