6 Febrúar 2004 12:00

Föstudagurinn 6. febrúar 2004.

Lögreglan í Keflavík, í samstarfi við lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli, lögregluna í Reykjavík,Tollstjórann í Reykjavík og lögregluna á Húsavík, hefur undanfarið unnið að rannsókn máls er varða innflutning á 1000 E-töflum og u.þ.b. 130 g af kókaíni.

Í þágu rannsóknar var í dag lögð fram krafa hjá Héraðsdómi Reykjaness og Héraðsdómi Norðurlands eystra að átta einstaklingar yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hefur Héraðsdómur Reykjaness þegar úrskurðað 6 aðila í gæsluvarðhald í 3-14 daga. Ekki verða gefnar frekari upplýsingar um málavexti að svo stöddu.

Lögreglan í Keflavík, 6. febrúar 2004.

Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn.