1 Desember 2006 12:00

Lögreglan í Vestmannaeyjum stöðvaði bifreið í gærkvöldi sem var að koma til Vestmannaeyja með Herjólfi vegna gruns um að þeir sem í bifreiðinni voru væru með fíkniefni meðferðis.  Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkniefni, um 20 gr. af maríhuana og um 7 gr. af hassi. 

Við yfirheyrslu viðurkenndu tveir af þeim sem í bifreiðinni voru að eiga efnin og telst málið að mestu upplýst. Um er að ræða menn um tvítugt og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum.

Þá lagði lögreglan í Vestmannaeyjum hald á 4. gr. af ætluðu kókaíni í morgun en hins vegar liggur ekki fyrir hver er eigandi að því efni og er málið í rannsókn.  Þessi tvö mál tengjast ekki og eru þeir sem teknir voru við komu Herjólfs í gærkvöldi ekki grunaðir um að eiga þetta tiltekna efni.