28 Nóvember 2012 12:00

Tvö fíkniefnamál hafa komið upp hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu tvo daga. Síðdegis á mánudaginn var aðili handtekinn á flugvellinum í Vestmannaeyjum með um 30 grömm af marhíuana. Hann viðurkenndi að eiga efnin og sagði þau til eigin nota. Maður þessi er á 20 ára gamall. Málið telst upplýst.

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan bifreið með þrem farþegum auk ökumanns. Við athugun reyndist ökumaður hennar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á einum farþegana fannst lítisháttar af fíkniefnum. Í framhaldi af því var gerð húsleit í íbúð hjá farþegum sem voru í bifreiðinni og þar fann fíkniefnahundurinn Luna um 20 grömm af marhíuana sem var falið var á tveim stöðum. Þeir voru allir handteknir og færðir til yfirheyslu á lögreglustöðinni. Þá var fimmti aðilinn boðaður til skýrslutöku vegna málsins. Við yfirheyrslu viðurkenndu þeir að eiga efnin og sögðu þau ætluð til eigin nota. Fjórir af þessum sem handteknir voru eru um tvítugt en sá yngsti er 16 ára og var félagsmálayfirvöldum tilkynnt málið.