8 Febrúar 2006 12:00

Um kl.16:00 í dag handtók lögreglan á Ísafirði rúmlega tvítugan karlmann í Álftafirði.  Maðurinn var grunaður um að hafa svikið út vörur á tveimur stöðum á Ísafirði og ætlað að komast hjá greiðslu.  Við leit í bifreið mannsins fann lögreglan smáræði af kannabisefnum sem voru haldlögð.  Maðurinn var yfirheyrður vegna allra þessara þriggja mála og var sleppt nú rétt áðan.

Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota.