16 Maí 2012 12:00
Eins og margir vita er fíkniefnasíminn 800-5005 samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn hefur margsannað gildi sitt enda hefur lögreglan leyst ótal fíkniefnamál vegna upplýsinga sem hafa borist með þessum hætti. Í 800-5005 er tekið við upplýsingum um fíkniefnamál alls staðar á landinu. Síminn er vaktaður og því er tryggt að upplýsingar berast fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri á netfangið info@rls.is og er þeim komið til þeirra lögregluliða sem málið varðar. Netfangið er vaktað allan sólarhringinn, líkt og fíkniefnasíminn. Sérstök athygli er vakin á því að upplýsingum um mansal og vændi má einnig koma á framfæri í síma 800-5005 eða á netfangið info@rls.is