5 Nóvember 2014 12:00

Lögreglumenn gerðu húsleit hjá íbúa fjölbýlishúss á Selfossi í gærkvöldi.  Íbúinn, karlmaður, var grunaður um að hafa ólögleg fíkniefni í íbúð sinni sem hann ætlaði til sölu jafnframt eigin neyslu.  Fíkniefnahundar lögreglunnar á Selfossi og á Litla Hrauni, Buster og Winkel, tóku þátt í leitinni.  Þeir stóðu sig frábærlega.  Í íbúð mannsins fundust um 250 grömm af kannabis og um 50 grömm af kannabis auk tækja og tóla til neyslu.  Nokkrir lítrar af bruggi funndust einnig og líka stangveiðibúnaður sem grunur leikur á að sé þýfi.

Maðurinn var handtekinn og bíður yfirheyrslu.  Haldlögðu efnin verða send til rannsóknarstofu til efnagreiningar.