5 Júlí 2018 11:18

Ökumaður á þrítugsaldri sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist hafa ýmislegt fleira á samviskunni. Í kjölfar viðræðna lögreglu við ökumanninn var ákveðið að fara í húsleit á heimili viðkomandi að fenginni heimild. Þar fundust meint fíkniefni, amfetamín, kókaín, svo og sterar á víð og dreif í húsnæðinu. Einnig hnífur og loftbyssa.