24 Maí 2013 12:00

Í dag handtók lögreglan á Akureyri þrjá einstaklinga, eftir að bifreið þeirra hafði verið stöðvuð og rúm 40 grömm af amfetamíni fundist á einum farþeganna.

Í kjölfarið var framkvæmd húsleit í einu húsi þar sem um 40 grömm af amfetamíni fundust til viðbótar. Miðað við magn efnanna má telja að þau hafi verið ætluð til sölu. Einn þremenninganna er auk þess grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Allir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005.  Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Auk þess má senda upplýsingar í netfangið info@rls.is

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005.  Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Auk þess má senda upplýsingar í netfangið info@rls.is