24 Júlí 2013 12:00

Síðdegis í gær fann lögreglan á Vestfjörðum fíkniefni, stera og áhöld til fíkniefnameðhöndlunar við húsleit sem framkvæmd var í íbúð einni á Ísafirði.  Fíkniefnin sem um ræðir voru á annað hundrað grömm af kannabisefnum og nokkur grömm af ætluðu kókaíni og sterum.  Vegna efnismagnsins leikur grunur á að það hafi verið ætlað til sölu.  Málsaðilar sögðu það til eigin neyslu.

Fjórir aðilar voru handteknir og yfirheyrðir í tengslum við húsleitina.  Þeim hefur nú verið sleppt og telst málið upplýst.