14 Júní 2013 12:00

Í gærkvöldi framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð á Akureyri og lagði hald á um 40 grömm af amfetamíni og 20 e-töflur. Maður á þrítugsaldri var hantekinn í tengslum við málið. Að lokinni yfirheyrslu var hann látinn laus og málið telst upplýst.

Í kvöld framkvæmdi lögreglan einnig húsleit í húsi á Akureyri og lagði hald á um 10 grömm af amfetamíni, 10 grömm af kókaíni, 10 e-töflur og lítilsháttar af sterum. Einnig 500.000 krónur í peningum sem talið er vera ágóði af fíkniefnasölu. Maður á fertugsaldri var handtekinn í tengslum við málið og við yfirheyrslu viðurkenndi hann sölu á fíkniefnum. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann